Hamingja í potti | Mannlíf

Gestgjafinn

13 febrúar 2018

Hamingja í potti

Pottréttir eru einstaklega notalegur matur, bæði hvað varðar eldamennskuna og máltíðina sjálfa.

Þá má gjarnan útbúa með góðum fyrirvara, hvort sem það er að hluta til eða alveg, því pottréttir eru þeim eiginleika gæddir að verða betri eftir 1-2 daga. Hér kemur uppskrift að gómsætum Harissa-kjötbollum.

Harissa-kjötbollur
fyrir 4-6

8-900 g nautahakk
2 msk. Harissa-mauk
½ laukur, smátt saxaður
1 tsk. gróft sjávarsalt
2 tsk. kumminduft
2 tsk. kanilduft
1 tsk. garam masala-kryddblanda
hnefafylli ferskur kóríander, smátt saxaður
3-4 msk. olía til steikingar

Blandið öllu, nema olíu, vel saman. Best er að nota hendurnar til þess að „hnoða“ hakkið og móta síðan kjötbollur, stærðin er smekksatriði. Hitið olíu á djúpri pönnu eða í stórum potti og brúnið kjötbollurnar. Þær þurfa ekki að eldast í gegn. Setjið kjötbollurnar til hliðar og útbúið sósuna, gjarna í sama pottinum eða pönnunni. Það getur verið gott að setja svolítið vatn í botninn til þess að ná upp því sem festist við botninn ef eitthvað er. Látið það malla og skrapið með spaða þar til allt er laust frá, hellið „soðinu“ í litla skál (eða yfir kjötbollurnar þar sem þær bíða til hliðar) á meðan sósan er útbúin og bætið svo saman við sósuna ásamt kjötbollunum.

sósa:
3 msk. olía til steikingar
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
2 tsk. kumminduft
2 tsk. paprikuduft
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar
2-3 dl vatn
1-2 msk. Harissa-mauk, fer eftir því hversu sterk sósan á að vera
1 tsk. gróft sjávarsalt
hnefafylli ferskur kóríander, smátt saxaður
hnefafylli fersk mynta, söxuð

Hitið olíu á pönnu eða í stórum potti. Steikið laukinn þar til hann er mjúkur, bætið hvítlauk saman við og steikið í 2-3 mín. Bætið kryddi út í og blandið vel. Setjið tómata saman við, hellið vatni í dósina og skolið úr henni ofan í pottinn. Bætið Harissa-mauki út í og bragðbætið með salti. Setjið hluta af ferska kóríandernum út í sósuna og raðið kjötbollunum í pottinn. Setjið lokið á og látið malla við vægan hita í 20-30 mín. eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn. Stráið ferskum kryddjurtum yfir réttinn þegar hann er borinn fram. Berið fram með kúskúsi, hrísgrjónum eða góðu brauði.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Heiða Helgadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is