Hnausþykkt kökublað Gestgjafans er komið út | Mannlíf

Gestgjafinn

1 nóvember 2018

Hnausþykkt kökublað Gestgjafans er komið út

Loksins, loksins…biðin er á enda! KÖKUBLAÐ Gestgjafans er komið út!

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, bakaði þessa flottu köku. Uppskrift að henni er að finna í kökublaðinu.

Kökublaðið er algert tryllitæki fyrir sælkera og bakara landsins. Í því má finna sjúklegar súkkulaðikræsingar sem slá í gegn, dásamlegar smákökur fyrir börn og fullorðna, skúffukökur með skemmtilegu tvisti og eftirréttaostakökur sem enginn getur staðist.

Einnig eru syndsamlegar kokteilakökur, pistasíukökur og kökur sem valinkunnir bæjarstjórar baka ásamt fleiri spennandi uppskriftum.

Dásamleg möndlukaka með hindberjakremi, skreytt með makkarónum og ferskum blómum.

Frumsýningarveisla Kabarett á Akureyri og sælkeraferðagrein um Kaupmannahöfn er að finna í blaðinu. Einnig fræðir Vala Stefánsdóttir okkur um kaffi og kaffikokteila. Líflegt og skemmtilegt innliti í Efstadal er meðal efnis ásamt fjöldanum öllum af fróðleik um kökur, krem og bakstur. Vínsíður Dominique eru á sínum stað og margt, margt fleira.

Þess má geta að blaðið er einstaklega veglegt enda heilar 164 blaðsíður.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is