Hvetja alla til að kjósa sinn uppáhaldsrétt | Mannlíf

Gestgjafinn

18 maí 2018

Hvetja alla til að kjósa sinn uppáhaldsrétt

Matarauður Íslands hvetur alla til að velja sinn uppáhalds þjóðlega rétt úr innsendum uppskriftum og hugmyndum.

Alls bárust yfir 100 hugmyndir í samkeppni Matarauðs Íslands og Hótel-og matvælaskólans sem fór fram úr björtustu vonum að sögn aðstandenda keppninnar. Nemar og meistarar við Hótel-og matvælaskólann útfærðu 15 hugmyndir og matreiddu fyrir dómnefnd. Afraksturinn má sjá á heimasíðu Matarauðs Íslands og þar geta allir valið uppskriftir sem þeim líst best á. Úrslitin verða kynnt 25. maí en þá kemur í ljós hver var vinsælasta uppskriftin á meðal almennings og svo hvaða 5 réttir þóttu bestir meðal dómara. 16 veitingastaðir víðs vegar um landið munu velja rétti og bjóða á matseðli sínum í sumar. Einnig er hægt að sjá hvaða staðir það eru á vefnum mataraudur.is.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is