Ítalskar kjötbollur - skref fyrir skref | Mannlíf

Gestgjafinn

1 maí 2018

Ítalskar kjötbollur – skref fyrir skref

Ómótstæðilegar ítalskar kjötbollur.

1 lítill laukur

3 hvítlauksgeirar

2 brauðsneiðar

500 g nautahakk

1 stórt egg eða 2 lítil

1 msk. herbs de provence

1 msk. óreganó

1 hnefafylli steinselja, söxuð

1 hnefafylli basilíka, söxuð

svartur nýmalaður pipar

sjávarsalt

3 msk. olía til steikingar

1 krukka ítölsk sósa

Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt. Saxið brauðið mjög smátt, einnig má nota ekta brauðrasp. Setjið nautahakkið í stóra skál ásamt lauknum, egginu, brauðmolunum, kryddinu og hluta af fersku kryddjurtunum.

Blandið öllu vel saman með höndunum, gott að nota eldhúshanska. Stundum læt ég 1 msk. hveiti saman við ef mér finnst blandan of laus í sér. Mótið þéttar meðalstórar bollur, á stærð við litlar plómur. Hitið olíuna á pönnu, þegar hún er orðin vel heit steikið þá um helminginn af bollunum á báðum hliðum, ekki setja of mikið á pönnuna í einu þá er hætt við að bollurnar soðni og verði því ekki eins brúnaðar. Takið bollurnar af pönnunni á meðan þið klárið að steikja hinn hlutann. Þegar allar bollurnar eru steiktar látið þær þá á pönnuna og hellið ítalskri sósu yfir og látið sjóða í nokkrar mínút­ur. Hægt er að gera ítalska sósu frá grunni eða kaupa tilbúna í dós eða krukku. Oft er handhægt að kaupa tilbúna sósu í amstri dagsins og þá er gott að bragðbæta sósuna vel og bera fram með ferskum krydd­jurtum.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is