Kalakukko það skrítnasta sem ég hef borðað | Mannlíf

Kalakukko það skrítnasta sem ég hef borðað

Gestgjafinn

14 mars 2019

Gestgjafinn hefur á undanförnum mánuðum spurt um venjur, minningar og annað skemmtilegt sem tengist mat í þættinum Sælkeri eða saltari. Anna Sigríður Þráinsdóttir er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins. Hún tók vel í að ljóstra upp sínum hugrenningum varðandi mat.

Hver er þín fyrsta matarminning? Fimm eða sex ára gömul var ég send með glerflöskur í þartilgerðum flöskukassa út í sjoppu á sunnudagsmorgni að kaupa gos með sunnudagslærinu. Matarlyktin í íbúðinni og bragðið af lambalæri sem skolað er niður með Mirinda eða Sinalco rifjast upp í sannri fortíðarþrá.

Hvað er alltaf til í eldhúsinu þínu? Egg, smjör, rúsínur og kanill.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Úff, erfiðasta spurningin. Mér finnst margt gott en get ekki bent á neinn mat og sagt að hann sé uppáhalds.

Eldar þú eftir uppskriftum eða tilfinningu? Ég er oftast með uppskrift en fer yfirleitt ekki eftir henni nema að litlu leyti. Get heldur ekki fylgt prjónauppskriftum og prjóna þar af leiðandi ekki.

Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Finnski rétturinn, Kalakukko, sem lítur út eins og sakleysislegur rúgbrauðshleifur en innan í honum er hrúga af litlum ferskvatnsfiskum sem heita muikku sem beikoni er vafið utan um.

Áttu þitt uppáhaldsnesti? Uppáhaldsgöngunestið er flatkökur með hangikjöti og eggjum, fyrirferðarlítið og orkuríkt.

Hvaða manneskju myndir þú bjóða í veislu ef þú gætir boðið hverri sem er? Tove Jansson.

Hvert væri umræðuefnið? Heimssýn múmínálfanna.

Kanntu gott sælkeratrix? Fersk jarðarber og rjómi út á grjónagrautinn gera hann að veislumat.

Umsjón / Linda Guðlaugsdóttir

Gestgjafinn

fyrir 1 viku

Paprikur eru lostæti

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.