Klassísk heit súkkilaðikaka | Mannlíf

Klassísk heit súkkilaðikaka

Gestgjafinn

24 febrúar 2019

Súkkulaðikökur eru, eins og allir vita, það besta sem til er í heiminum.

Heitar súkkulaðikökur eru síðan alveg sérkafli út af fyrir sig. Hér er ein dásamlega góð sem nauðsynlegt er að bera fram heita með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Heit súkkulaðikaka úr tilraunaeldhúsi Gestgjafans sem Kristín Dröfn Einarsdóttir töfraði fram. Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

Litlar heitar súkkulaðikökur
6 stk.

100 g smjör
100 g suðusúkkulaði
100 g 70% súkkulaði
3 egg
2 dl sykur
½ tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 ½ dl hveiti

Hitið ofn í 175°C. Bræðið yfir vatnsbaði saman smjör og báðar tegundir af súkkulaði og setjið til hliðar. Hrærið saman egg, sykur, salt og vanilludropa þar til blandan er létt og ljós. Bætið þá súkkulaðiblöndunni saman við í litlum skömmtum og hrærið varlega saman við, sigtið hveiti yfir og blandið saman við með sleikju. Smyrjið 6 lítil eldföst form og skiptið deiginu á milli þeirra (á þessu stigi má setja formin í kæli yfir nótt). Bakið í u.þ.b. 12-15 mín. Við viljum að kökurnar séu blautar í miðjunni. Berið fram heitar með þeyttum rjóma eða ís og gjarnan berjasósu.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Gestgjafinn

fyrir 1 viku

Paprikur eru lostæti

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.