Kúrbítur er góður í súpur | Mannlíf

Gestgjafinn

4 apríl 2018

Kúrbítur er góður í súpur

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum 
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti. Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar. Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

 

Texti: Bergþóra Jónsdóttir

Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndir: Óli Magg

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is