Ljúffeng steik um hátíðarnar | Mannlíf

Gestgjafinn

17 desember 2017

Ljúffeng steik um hátíðarnar

Innbökuð nautalund á hátíðarborðið.

Spennandi og gómsætur réttur sem hentar vel á hátíðarborðið.

Hátíðarsteikin er sennilega eitt það mikilvægasta í hátíðarhaldinu um jól og áramót og væntingarnar því oft miklar. Við viljum góðan mat sem við borðum að öllu jöfnu ekki nema á þessum árstíma, mat sem við eldum ekki nema einu sinni á ári. Hér er spennandi og gómsætur réttur sem hentar vel á hátíðarborðið.

Beef Wellington
fyrir 6-8

2 msk. olía
1,2 kg nautalund, snyrt og þerruð
350 sveppir, skornir í bita
1 dl smjör
150 g sírópslegnar fíkjur, saxaðar, fást t.d. í Hagkaup
4 dl brauðrasp
salt
nýmalaður svartur pipar
1 pakkning smjördeig
1 eggjarauða
bláber til skrauts
rifsber til skrauts

Hitið olíuna á pönnu og snöggsteikið lundina á öllum hliðum þannig að hún lokist alveg, bragðbætið með pipar og salti. Setjið lundina til hliðar og látið kólna. Steikið nú sveppina á sömu pönnu í 1-2 mínútur, látið smjörið saman við ásamt fíkjunum og brauðraspinu. Steikið allt í u.þ.b. 3 mínútur og bætið við pipar og salti. Látið til hliðar og kælið. Hitið ofn í 200°C. Fletjið út eina plötu af smjördeigi, látið brauðraspsblönduna ofan á, passið samt að hún fari ekki alveg út í hliðarnar, látið svo lundina ofan á og rúllið deiginu yfir kjötið og lokið alveg og snúið við þannig að sárið snúi niður. Látið á ofnplötu og penslið með eggjarauðunni. Látið lundina inn í ofn og bakið í 25 mínútur. Takið út og látið lausan álpappír yfir og látið standa í 15 mínútur áður en lundin er borin fram.

Villisveppasósa:
3 msk. smjör
320 g blandaðir villisveppir, saxaðir
100 g kastaníusveppir, saxaðir

1 ½ dl koníak eða brandí
1 msk. sveppakraftur
salt og nýmalaður pipar
3-4 dl rjómi
2-4 msk. maizena-sósujafnari

Bræðið smjörið á pönnu og steikið sveppina í u.þ.b. 2-3 mínútur. Bætið þá brandíi og sveppakrafti, saman við og bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið niður um helming og hellið þá rjómanum út í og þykkið með sósujafnaranum.

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Heiða Helgadóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is