Sniðugir lystaukandi réttir | Mannlíf

Gestgjafinn

13 október 2018

Sniðugir lystaukandi réttir

Veitingarnar þurfa ekki að vera flóknar, aðalatriðið er að búa til stemningu og njóta þess að vera meðal vina. Erlendis er rík hefð fyrir því sem kallað er ,,apéritif“, stundum þýtt lystauki, sem boðið er upp á meðan beðið er eftir matnum. Hér eru tveir sniðugir og einfaldir réttir sem henta vel í apéritif.

Nachos með jalapenó
Þennan rétt bauð vinkona mín einu sinni upp á meðan beðið var eftir matnum og óhætt að segja að hann hafi runnið ljúflega niður með gini og tónik. Þeir sem vilja hafa réttinn sterkari setja meiri jalapenó á flögurnar en þeir sem vilja hafa réttinn mildan hafa einungis nýrnabaunirnar.

1 poki nachos-flögur, hreinar
15-20 jalapenósneiðar í krukku
1 dl nýrnabaunir
1 krukka salsasósa
1-1 ½ dl gratínostur, rifinn
1 dl kóríander, saxaður

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið helst heilum nachos-flögum á plötuna. Setjið smásalsasósu á hverja flögu, ½ jalapenósneið, 1-2 nýrnabaunir og sáldrið osti yfir. Hitið ofninn í 200°C og hitið flögurnar í u.þ.b. 10 mín. eða þar til osturinn er bráðnaður. Takið út úr ofninum og sáldrið ferskum kóríander yfir.

Marineraður kjúklingur

1 pakki kjúklingalundir
1 dl fersk mynta, söxuð
1 dl ferskur kóríander, saxaður
1 límóna, safi úr ½ og börkur af heilli
3 msk. olía
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. hvítvínsedik
svartur nýmalaður pipar

Setjið allt innihaldið í skál ásamt kjúklingalundum og látið marinerast í 1-2 klst. Leggið tréspjót í bleyti í 20 mínútur. Þræðið kjúklinginn upp á spjótin og grillið í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Nauðsynlegt er að snúa spjótunum við svo þau grillist jafnt. Berið spjótin fram með lárperusósunni.

Avókadósósa
1 avókadó, þroskuð
1/2 laukur
1 hvítlauksgeiri
1 msk. hvítvínsedik
2 msk. límónusafi
1 grænt chili-aldin eða þurrkað chili
2 msk. ólífuolía
130 ml 10% sýrður rjómi
salt
svartur nýmalaður pipar

Skrælið avókadó og takið steininn úr. Setjið avókadó ásamt afganginum af hráefninu í skál og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Gætið þess að mauka ekki sósuna of lengi. Smakkið og bragðbætið með kryddi ef vill.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is