Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Sumarleg berjabaka með súkkulaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Súkkulaðibaka með ferskum berjum sem er auðvelt að baka.

Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Bökur með stökkri deigskel eiga rætur sínar að rekja til Frakklands þar sem þær eru oft bakaðar í formum með skeljamynstri. Slíkar bökur prýddu borð hefðarfólks og gáfu matreiðslumönnum þess tækifæri til að skreyta matinn með því fallegasta og ferskasta sem var í boði hverju sinni. Skeljamynstur bakanna gefur til kynna nostursamlega aðferð og kunnáttu þess sem ber hana á borð en þó er hálfur sigur unninn með því að nota rétt bökumót og restin er hægur leikur fyrir áhugamanninn í eldhúsinu. Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Súkkulaðibaka með ferskum berjum
fyrir 4-6

Súkkulaðiskel
150 g hveiti
20 g kakó
60 g flórsykur
½ tsk. salt
130 g ósaltað smjör, kalt og skorið í teninga
1 egg, hrært

Setjið hveiti, kakóduft, flórsykur, salt og smjör í matvinnsluvél. Vinnið saman í stuttum slögum, 10-15 sinnum, eða þar til blandan tekur á sig kornótta áferð. Setjið eggið út í og vinnið saman í stuttum slögum þar til eggið hefur blandast saman við. Deigið verður líkt og sandur á þessu stigi en mun loða saman þegar því er þrýst ofan í botninn á forminu. Hvolfið blöndunni ofan í 25 cm bökunarform með fjarlægjanlegum botni og þrýstið deiginu vel ofan í botninn og með fram hliðunum. Gætið samt að hafa skelina ekki of þykka, ef notað er minna bökunarmót gæti þurft að henda hluta af deiginu. Setjið skelina í frysti í eina klukkustund.

Hitið ofninn í 180°C. Leggið svo bökunarpappír ofan á skelina og hellið því næst þurrkuðum baunum eða öðru fargi ofan á. Bakið í 20 mínútur. Fjarlægið þá pappírinn og fargið og setjið aftur inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur. Látið skelina kólna alveg á vírrekka áður en hún er fjarlægð úr forminu.

Súkkulaðifylling og ber
250 g 70% súkkulaði (eða suðusúkkulaði), saxað
3 dl rjómi
60 g smjör, við stofuhita og skorið í teninga
100 g blönduð ber, t.d. jarðarber, bláber og hindber
20 g sneiddar heslihnetur, ristaðar

- Auglýsing -

Setjið súkkulaðið í meðalstóra skál. Hellið rjómanum í lítinn pott og hitið yfir meðalháum hita þar til rjóminn nálgast suðumark. Hellið helmingnum af heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Bíðið í smástund til að leyfa súkkulaðinu að mýkjast. Hrærið með písk og hellið síðan restinni af rjómanum ofan í skálina og blandið öllu vel saman. Skiptið yfir í sleikju og hrærið smjörinu saman við þar til blandan verður kekkjalaus og gljáandi, látið standa í u.þ.b.15 mínútur.

Hellið súkkulaðiblöndunni ofan í skelina og smyrjið jafnt yfir. Skreytið með berjum og sneiddum heslihnetum. Pensla má bökuna með volgri apríkósusultu til að fá fallegan gljáa á berin. Látið bökuna jafna sig í kæli í u.þ.b. 30 mínútur áður en hún er borin fram. Bakan geymist vel í kæli í u.þ.b. 2 daga.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -