
Tónlistarkonan Billie Eilish hefur gagnrýnt Elon Musk í kjölfar þess að hann stefnir að því að verða fyrsti trilljónamæringurinn í heimi.
Í röð Instagram Stories, sem hún birti í gær, lýsti hin 23 ára Eilish Musk, 54 ára, sem „Fucking pathetic pussy bitch coward“ sem á íslensku gæti hljómað á eftirfarandi hátt: „Helvítis aumkunarverða tíkarpíkuraggeit.“
Ummælin komu eftir að hún deildi aftur færslu á Instagram sem upphaflega var birt af samtökunum My Voice, My Choice. Fyrsta myndin sýndi Musk ásamt textanum: „Elon Musk verður fyrsti trilljónamæringurinn í heimi, svona gæti hann notað peningana.“
Næstu myndir í færslunni sögðu frá mögulegum leiðum til að aðstoða viðkvæmar þjóðir og einstaklinga. Ein mynd sagði að stofnandi Tesla gæti „eytt fátækt í heiminum“ og „varið 40 milljarða dollara á ári til að útrýma hungri fyrir 2030 eða tryggt öruggt, hreint vatn fyrir alla, $140 milljarðar á næstu sjö árum.“
Önnur mynd fjallaði um að Musk gæti „bjargað tegundum í útrýmingarhættu“ með því að greiða 1–2 milljarða dollara á ári til að færa 10.433 tegundir úr flokknum „í alvarlegri útrýmingarhættu“ yfir í „hætt við útrýmingu.“
Síðasta myndin sýndi að „með aðeins $53,2 milljörðum gæti Musk endurbyggt Gaza og hernumda Vesturbakkann samkvæmt mati ESB. Sameinuðu þjóðirnar telja þó að einungis endurbygging Gazas gæti kostað allt að $70 milljarða. Ef hann vildi dreifa auðnum og veita frekari aðstoð gæti hann einnig endurbyggt Úkraínu og Sýrland, að kostnaði $793,2 milljarðar.“
Ummæli Eilish koma í kjölfar þess að hluthafar Tesla samþykktu launapakka sem gæti gert Musk að fyrsta trilljónamæringnum. 6. október sögðu 75% hluthafa já við launaplan sem nemur yfir $1 trilljón fyrir stofnanda SpaceX, samkvæmt CNBC og Business Insider.
Musk fær ekki sjálfkrafa greiðslu, þar sem pakki krefst þess að hann nái ýmsum viðskipta markmiðum. Hann þarf meðal annars að hækka markaðsvirði Tesla í $8,5 trilljónir fyrir 2035, selja 12 milljónir bíla á ári og koma upp 1 milljón robotaxi og 1 milljón mannlegra vélmenna. Samkvæmt samningnum þarf Musk einnig að starfa sem forstjóri Tesla í sjö og hálft ár til að eiga rétt á hlutum úr nýja launapakkanum. Hann má áfram gegna forstjórastöðu í öðrum fyrirtækjum sínum, þar á meðal SpaceX og gervigreindarfyrirtækinu xAI.
Auður Musk hefur haldist vaxandi á meðan hann hefur verið í pólitískum átökum. Hann hefur lent í deilum vegna stjórnmálaskoðana sinna og starfa fyrir Trump á sviði stjórnunar ríkisreksturs. Fyrir ári síðan komu mótmælendur fyrir utan sýningarsal Tesla til að mótmæla niðurskurði í ríkisfjármálum og hægriflokkspólitík hans.
Musk er ekki fyrsti milljarðamæringurinn úr tæknibransanum sem Eilish gagnrýnir. Þann 29. október, við afhendingu Music Innovator Award hjá WSJ Magazine, gagnrýndi hún milljarðamæringa í ræðu sinni, þar á meðal Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem var viðstaddur.
Sjálf styrkti Eilish verkefni sem stuðla að fæðuöryggi og umhverfisvitund um heila 11,5 milljónir bandaríkjadala á dögunum, sem jafngildir rúmlega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Komment