
Dæmdi barnaníðingurinn Jeffrey Epstein sagði að Donald Trump hefði vitað af þeim ólögráða stúlkum sem Epstein var sakaður um að hafa misnotað, samkvæmt tölvupóstum sem Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings birtu í dag. Þetta kemur fram í frétt Reuters.
Demókratarnir vísa til samskipta við rithöfundinn Michael Wolff og Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu Epstein, sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir meðal annars mansal á barni.
Hvíta húsið hefur ekki brugðist við beiðni um athugasemd. Trump þekkti Epstein félagslega á tíunda áratugnum og snemma á 21. öld, en hefur neitað öllum ásökunum um misgjörðir.
„Í einkasamskiptum við Ghislaine Maxwell skrifaði Jeffrey Epstein árið 2011 að Donald Trump hefði „eytt klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals,“ sögðu Demókratar í yfirlýsingu frá eftirlitsnefnd þingsins.
Demókratarnir vísa einnig til annars tölvupósts til Michael Wolff frá árinu 2019, þar sem „Epstein sagði berum orðum að Donald Trump ‘vissi af stúlkunum þar sem hann bað Ghislaine um að hætta”.”

Komment