1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

3
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

4
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

5
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

6
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

7
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

8
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

9
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

10
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Til baka

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á níunda áratugnum

Talið er að Ítalir og aðrir moldríkir einstaklingar hafi greitt háar fjárhæðir fyrir að skjóta á óbreytta borgara í umsátursborginni Sarajevó.

Bosníustríðið
Frá BosníustríðinuUm 11. þúsund manns létust í Sarajevo á meðan stríðið geisaði
Mynd: Shutterstock

Ríkissaksóknaraembættið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að ítalskir ríkisborgarar hafi ferðast til Bosníu-Hersegóvínu í „leyniskyttusafarí“ í stríðinu snemma á tíunda áratugnum.

Talið er að Ítalir og aðrir moldríkir einstaklingar hafi greitt háar fjárhæðir fyrir að skjóta á óbreytta borgara í umsátursborginni Sarajevó.

Kæran í Mílanó var lögð fram af blaðamanninum og rithöfundinum Ezio Gavazzeni, sem lýsir „mannaveiðum“ sem framkvæmd var af „mjög auðugu fólki“ með mikla ástríðu fyrir vopnum sem „greiddi fyrir að geta drepið varnarlausa borgara“ úr stöðum serbneskra sveita í hæðunum í kringum Sarajevó.

Samkvæmt sumum heimildum var mismunandi verð tekið fyrir að skjóta karla, konur eða börn.

Meira en 11.000 manns létust í hinu grimmilega fjögurra ára umsátri um Sarajevó.

Júgóslavía var sundurtætt í stríðum og borgin var umkringd af serbneskum hersveitum sem gerðu stöðuga stórskotahríð að borgurum sem og skotárásir leyniskytta.

Svipaðar ásakanir um erlenda „mannaveiðimenn“ hafa komið upp nokkrum sinnum í gegnum árin, en sönnunargögnin sem Gavazzeni hefur aflað, þar á meðal vitnisburður bosnísks yfirmanns í herleyniþjónustu, eru nú til skoðunar hjá ítalska hryðjuverkadómstóls-saksóknaranum Alessandro Gobbis.

Ákæran er manndráp.

Bosníski yfirmaðurinn greindi að sögn frá því að bosnísku samstarfsmenn hans hefðu komist á snoðir um svokölluð „safarí“ seint árið 1993 og sent upplýsingarnar til ítölsku herleyniþjónustunnar Sismi snemma árs 1994.

Svarið frá Sismi kom nokkrum mánuðum síðar, að hans sögn. Þeir komust að því að „safarí“-ferðalangar hefðu flogið frá Trieste og síðan farið upp í hæðirnar fyrir ofan Sarajevó.

„Við höfum stöðvað þetta og það verða engin fleiri safarí,“ var honum sagt, samkvæmt fréttum Ansa. Innan tveggja til þriggja mánaða hafði verkefnið stöðvast.

Ezio Gavazzeni, sem jafnan ritar um hryðjuverk og mafíuna, segist fyrst hafa lesið um þessar leyniskyttuferðir fyrir um þrjátíu árum, þegar Corriere della Sera fjallaði um málið, þó án þess að sýnt væri fram á óvéfengjanlegar sannanir.

Hann sneri aftur að efninu eftir að hafa séð heimildamyndina Sarajevo Safari frá 2022 eftir slóvenska leikstjórann Miran Zupanic, sem heldur því fram að þátttakendur í drápsferðum hafi komið frá nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Rússlandi og Ítalíu.

Gavazzeni hóf frekari rannsóknir og afhenti saksóknurum niðurstöður sínar í febrúar, 17 síðna skjal sem inniheldur meðal annars skýrslu frá Benjamina Karic, fyrrverandi borgarstjóra Sarajevó.

Rannsókn yfirvalda í Bosníu virðist hins vegar hafa strandað.

Í samtali við ítalska dagblaðið La Repubblica fullyrðir Gavazzeni að „margir“ hafi tekið þátt í þessum ferðum, „að minnsta kosti hundrað“ samtals, og að Ítalir hafi greitt „gríðarlega fjárhæð“ fyrir þátttöku, allt að 100.000 evrum á núvirði.

Árið 1992 var hinn látni rússneski þjóðernissinni og stjórnmálamaður Eduard Limonov kvikmyndaður þar sem hann skaut mörgum skotum að Sarajevó með þungavopni.

Hann var á ferð með Radovan Karadzic, leiðtoga bosnískra Serba, sem síðar var dæmdur fyrir þjóðarmorð af alþjóðadómstóli í Haag.

Limonov greiddi þó ekki fyrir stríðsferð sína; hann var þar sem aðdáandi Karadzic og sagði við hann: „Við Rússar ættum að taka ykkur sér til fyrirmyndar.“

Að sögn ítalskra fjölmiðla hafa ítalskir saksóknarar og lögregla nú útbúið vitnalista til að reyna að komast að því hverjir gætu hafa verið með í þessu.

Hermenn úr breska hernum sem þjónuðu í Sarajevó á tíunda áratugnum segja hins vegar við BBC að þeir hafi aldrei heyrt um neins konar „leyniskyttuferðamennsku“ í Bosníustríðinu.

Þeir segja að slíkt hefði verið „erfitt í framkvæmd“ vegna fjölda eftirlitsstöðva.

Breskir hermenn þjónuðu bæði inni í Sarajevó og í nágrannasvæðum þar sem serbneskar sveitir höfðu aðstöðu, og sögðu þeir að ekkert hafi bent til þess á sínum tíma að slík starfsemi hefði átt sér stað.

Einn hermannanna lýsti ásökununum um að útlendingar hefðu greitt fyrir að skjóta á borgara sem „gróusögu“ (urban myth).

BBC fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

„Ég hef ekki tölu yfir því hversu oft ég hef séð svipaða hluti“
Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

Snorri veður í blaðamann Vísis
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug
Innlent

Skipulagðir glæpahópar hafa tvöfaldast á árátug

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á níunda áratugnum
Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á níunda áratugnum

Talið er að Ítalir og aðrir moldríkir einstaklingar hafi greitt háar fjárhæðir fyrir að skjóta á óbreytta borgara í umsátursborginni Sarajevó.
Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Loka auglýsingu