
Jimmy Kimmel tilkynnti á sunnudagsmorgun þann 11. nóvember að æskuvinur hans og hljómsveitarstjóri í langan tíma, Cleto Escobedo III, væri látinn.
„Í morgun misstum við stórkostlegan vin, föður, son, tónlistarmann og mann, minn samstarfsfélaga til margra ára, Cleto Escobedo III,“ skrifaði Kimmel í færslu á Instagram.
„Að segja að við séum harmi slegnir væri vægt til orða tekið. Við Cleto höfum verið óaðskiljanlegir síðan ég var níu ára. Sú staðreynd að við fengum að vinna saman á hverjum degi var draumur sem hvorugur okkar hefði getað ímyndað sér að myndi rætast.“
Sorgarviðbrögð streymdu inn frá samferðafólki Kimmels. Grínistinn Wanda Sykes skrifaði í athugasemdum: „Hjartnæmt. Mjög, mjög sorglegt.“
Howie Mandel bætti við: „Mér þykir það svo leitt,“ og Jeffrey Ross sendi kveðju „til fjölskyldunnar hans Cleto.“
Tónlistarkonan Paula Abdul rifjaði einnig upp fyrstu kynni sín af Cleto, sem hún túraði með á síðari hluta níunda áratugarins, og sagðist „gríðarlega sorgmædd.“
Söng- og trommusnillingurinn Sheila E. birti ljósmynd af Cleto með hljómsveit sinni Cleto and the Cletones og skrifaði:
„Ég er svo harmi slegin. Það eru engin orð. Þig mun vera sárt sakna. Ég elska þig.“
Í lok færslu sinnar hvatti Jimmy Kimmel fólk til að meta vini sína og „halda eiginkonu, börnum og foreldrum Cleto í bænum sínum.“
Dánarorök Cleto voru fylgikvillar lifrarígræðslu.
Hér má sjá tárvotan Kimmel tala um besta vin sinn í upphafsatriði spjallþáttar hans Jimmy Kimmel live! í gær.

Komment