Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Alls óvíst hvað veggjöld þýða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við lýsum yfir áhyggjum yfir þeim áformum að fara yfir í nýja skatta á fjölskyldurnar í landinu og höfum fyrir okkur í þeim efnum þær forsendur að nú þegar er verið innheimta af bílaeigendum 80 milljarða í formi skatta og gjalda. Við höfum tekið sérstaklega út þann hluta þessara skatta sem eru hrein notendagjöld, sem bera ekki virðisaukaskatt og eru tæpir 40 milljarðar áætlaðir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þessi gjöld, eldsneytis- og bifreiðagjöld til dæmis, höfum við tekið út fyrir og sagt að það væri eðlilegt að þessir fjármunir rynnu til framkvæmda hjá Vegagerðinni,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í þættinum 21 á Hringbraut vegna fyrirhugða upptöku veggjalda til að standa straum af aðkallandi samgönguúrbótum.

Með Runólfi var Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd og hefur haft forgöngu um upptöku veggjalda ásamt Jóni Gunnarssyni, starfandi formanni nefndarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra.

Mun ekki auka álögur

„Þessi gjaldtaka mun ekki auka álögur á bifreiðaeigendur,“ fullyrðir Vilhjálmur og bendir í því samhengi á að álögur muni ekki fara umfram áætlaðan ávinning af orkuskiptum í samgöngum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram drög að nefndaráliti vegna samgönguáætlunar til næstu 15 ára. Þar er kveðið á um upptöku vegtolla sem yrðu innheimtir á stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins í þeim tilgangi að auka fjármagn til samgöngumála og flýta þar með fyrir brýnum framkvæmdum og bæta við nýjum ef þarf.

Engin kostnaðargreining

- Auglýsing -

Runólfur gagnrýnir harðlega að ekki sé til kostnaðargreining á því hvað kosti að setja upp, innleiða og reka innheimtukerfi. Þar þurfi að líta til þátta eins og virðisaukaskatts veggjalda, innheimtuþóknunar, utanumhalds og rekstrarkostnaðar. Því sé alls óvíst hvað veggjöld muni þýða og kosta ríkissjóð. „Ég hef ekki einu sinni séð útfærsluna á þessu,“ segir Runólfur.

Lagt var upp með að afgreiða samgönguáætlun úr umhverfis- og samgöngunefnd  fyrir áramót en þingið tekur sér jólahlé föstudaginn 14. desember og stjórnarandstæðingar eru æfir yfir þeim knappa tíma sem málið átti að fá og nefndarmenn ekki tilbúnir að klára það nú. Afgreiðslu áætlunarinnar hefur því verið frestað til 1. febrúar á næsta ári.

Sértæk veggjöld

- Auglýsing -

Ætlunin er, eftir því sem komist er næst, að þá verði ekki rukkuð sértæk veggjöld eins og um ræðir allt árið um kring. Áætlað er að rukka veggjöldin í takmarkaðan tíma í senn þar til tilteknar framkvæmdir séu fullu greiddar með þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -