Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Allt að 80 manns sagt upp hjá Arion banka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arion banki undirbýr nú umtalsverðar skipulagsbreytingar sem verða kynntar á morgun eða á allra næstu dögum samkvæmt heimildum Mannlífs.

 

Benedikt Gíslason hefur látið til sín taka frá því hann hóf störf hjá Arion banka í júní og tilkynnt hefur verið um starfslok fjölda stjórnenda undanfarið. Mikill titringur hefur verið meðal starfsfólks bankans vegna þess. Mynd / Stjórnaráð

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að allt að 80 manns verði sagt upp störfum nú fyrir mánaðarmótin hjá Arion banka og er það liður í yfirlýstri stefnu Benedikts Gíslasonar nýráðins bankastjóra Arion að auka arðsemi bankans. Í nýlegu viðtali við Fréttablaðið sagði Benedikt erfitt að horfa framan í hluthafa bankans þegar arðsemin væru undir áhættulausum vöxtum í landinu. „Á hverjum degi höfum við ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga”, sagði hann enn fremur. Þá hefur Benedikt einnig lýst því yfir innan bankans að markmið hans sé ekki að Arion banki verði stærsti bankinn og að arðsemi hluthafa skipti meira máli.

Útfærsla skipulagsbreytinganna er nú á lokametrunum og hefur Mannlíf heimildir fyrir því að stefnt sé að því að tilkynna um breytingarnar á morgun, mánudag. Nýtt skipurit mun þá líta dagsins ljós og í kjölfar þess verði ráðist í umfangsmiklar hópuppsagnir þar sem allt að 10 prósent starfsmanna bankans missa vinnuna nú fyrir mánaðarmótin.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er það þó aðeins fyrsta skrefið í umræddum skipulagsbreytingum og talið er að enn fleiri starfsmenn missi vinnuna hjá bankanum á næstu mánuðum. Samkvæmt árskýrslu bankans fyrir árið 2018 er fjöldi stöðugilda Arion banka tæplega 800.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -