Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Erlent huldufólk segist búa hjá Þóri: „Hvers konar bull og rugl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórir Kjartansson segir að á einungis einu ári hafi þrír erlendir huldumenn skráð sig til heimilis hjá honum. Hann segir á Facebook að það sé einfaldlega út í hött að þetta sé hægt og enn galnara að það sé í hans verkahring að leiðrétta þetta. Í samtali við Mannlíf stingur Þórir upp á einfaldri leið til að stöðva þetta, að húsráðandi fengi tilkynningu áður en skráning væri samþykkt.

Þórir segist ekki skilja hví þessu sé ekki breytt. „Hvers konar bull og rugl er það að hver sem er geti skráð lögheimili sitt hjá þinglýstum eigendum fasteigna án þess að viðkomandi sé spurður áður. Ég er hvað eftir annað að fá tilkynningar frá Þjóðskrá um einhverjar persónur sem ég hef aldrei heyrt eða séð, sem allt í einu hafa skráð lögheimili sitt hjá mér. Kennitala fylgir ekki vegna persónuverndarsjónarmiða segir Þjóðskrá. Svo er það í mínum verkahring að fá þessu breytt á heimasíðunni þeirra sem er algert torf. Undir hvaða ráðherra heyrir þetta málefni eiginlega. Það ætti varla að vera stórmál að breyta þessu,“segir Þórir.

Hann segir að þrír útlendingar hafi skráð sig til heimilis hjá honum nýverið. „En á sirka einu ári hafa þrír erlendir einstaklingar skráð sig til heimilis hjá mér og ég fæ svo bara tilkynningu um það frá Þjóðskrá og þarf svo að senda þeim erindi og beiðni um að þetta sé vitleysa og biðja um leiðréttingu. Eðlilegi manngangurinn í þessu finndist manni vera sá að maður fengi tilkynningu frá Þjóðskrá áður en skráning er gerð, þar sem spurt væri hvort þessi skráning ætti við rök að styðjast og maður sem þinglýstur eigandi hússins væri henni samþykkur,“ segir Þórir.

Þess má geta að Þórir er hvergi nærri sá fyrsti sem vekur athygli á þessu. Blaðamaður Stundarinnar flutti til að mynda lögheimili sitt á Bessastaði fyrir fimm árum, árið 2017, vandkvæðalaust. Þá tók það einungis einn dag að ganga frá rafrænni skráningu. Margrét Hauksdóttir, þáverandi forstjóri Þjóðskrár Íslands, viðurkenndi að þetta væri vandamál í sömu frétt Stundarinnar. Hún kenndi tölvutækni um ástandi og sagði að þetta ætti að vera úr sögunni með nýju kerfi fyrir Þjóðskrá. „Þetta er eitthvað sem við höfum sett á oddinn hjá okkur,“ sagði Margrét fyrir fimm árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -