Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Aðdáendur The Incredibles æfir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðdáendur The Incredibles er ekki par sáttir við framleiðendur framhaldsmyndarinnar þótt flestir séu sammála um að sjálf myndin sé æði. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hana.

Incredibles 2 er komin í kvikmyndahús en hún kemur út heilum fjórtán árum eftir að The Incredibles leit dagsins ljós. Aldrei hefur jafnmikill tími liðið á milli kvikmynda í myndaflokki frá Disney/Pixar. Finding Dory (2016) kom út þrettán árum eftir Finding Nemo. Tólf ár eru á milli Monsters, Inc. (2001) og seinni myndarinnar Monsters University (2013) og ellefu ár á milli Toy Story 2 (1999) og 3 (2010).

Aðdáendur The Incredibles urðu æfir þegar titill myndarinnar, Incredibles 2, var tilkynntur og segjast sumir ætla að sniðganga myndina. Ástæða látanna? Jú, fólk er brjálað yfir því að „The“ var sleppt  í titlinum.

Sögusviðið, Metroville, vísar í borgina Metropolis og bæinn Smallville úr sögunum um Supermann.

Takið eftir taflborði á skrifstofu persónunnar Evelyn Deavor í einu atriði myndarinnar. Staða taflmannanna er vísun í fræga viðureign skákmeistaranna Bobbys Fischer og Donalds Byrne.

Í Incredibles 2 er aðalhetjan Mrs. Incredible/Elastigirl aukapersóna úr fyrri myndinni, þar sem eiginmaður hennar Mr. Incredible gegndi aðalhlutverki. Þetta er fjórða Pixar-myndin á eftir Cars 2 (2011), Monsters University (2013) og Finding Dory (2016) þar sem aukapersóna verður aðalpersóna og öfugt og sú fjórða með kvenpersónu í aðalhlutverki á eftir Brave (2012), Inside Out (2015) og Finding Dory.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -