Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ætlaði að verða áhrifavaldur en endaði í skuldafeni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lissette Calveiro er 26 ára og búsett í New York-borg. Þangað flutti hún árið 2016 með kreditkortaskuld uppá eina milljón á bakinu eftir að hún reyndi að gerast áhrifavaldur á Instagram. Lissette segir í færslu á Instagram að hún hafi eytt meiru en hún þénaði og að hún hafi skuldsett sig til að sýnast eiga fullkomið líf í augum fylgjenda sinna.

I HAVE SOMETHING TO SAY: For a handful of months, I’ve felt very uninspired to curate my feed and felt that many things I’ve been putting out are bland, inauthentic and have little meaning. I started to try to create more meaning for myself by expanded in what I say per post and committing to at least 1 blog post a month. But the reality is, that’s a bandaid solution. I have been so wrapped up in this “influencer” space from both the front and back end that I started to camouflage into a sea of sameness. “Take a picture of me here because I’m wearing a cool outfit, and this wall is pretty.” I used to post photos of people, things and experiences I cared about and moved to more “me in this pose” photos when I started getting more “likes” on those. This platform isn’t about LIKES, it’s about CONNECTIONS. It’s about sharing nuggets of your life because you want to inspire others to discover, because you want to indulge in things others have helped you discover, and giving people the space to be creative with content (whether it’s a selfie or damn avocado toast). I feel like I’ve hit a turning point and I promise to be more authentic and truly hone in on the real value I can bring to all of you and stop posting content just for the sake of posting content. It doesn’t mean I won’t stop posting photos of myself — I have so much fun playing around with personal style and the beautiful city I live in — but you can rest assured that I’m posting something because that moment was truly special to me, and it ~may~ bring value to you. Be yourself, love yourself and never stop growing. ——————————————————————————— Always happy to continue this dialogue via DM and keep this community growing. Lots of love to everyone that always shows the upmost support. ✨And, a shout out to @songofstyle because this perspective shift came after watching your interview with @evachen212. Keep keeping on, power girls!

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

„Instagram eða annað líf sem lítur fullkomið út á mynd er ekki þess virði að enda í skuldafeni,“ segir Lissette í viðtali við Cosmopolitan.

Hætti að eyða í ferðalög og hátísku

Lissette starfar í kynningar- og markaðsmálum og vissi að hún þyrfti að gera eitthvað afdrifaríkt til að borga upp skuldirnar.

„Það var alltaf hluti af áætlun minni að flytja til New York út af vinnu, en mér fannst ég ekki getað notið þess til fulls á meðan ég var með kreditkortaskuldina á bakinu. Ég var viss um að ég gæti borgað hana upp á einhverjum tímapunkti, en ég þurfti að gera það fljótt til að geta lifað friðsælu lífi,“ segir hún.

Lissette hætti því að eyða fúlgu fjár í ferðalög og kaupa sér að minnsta kosti einn hlut frá hátískumerki á mánuði, eins og hún hafði áður gert. Þá ákvað hún líka að setja vinnu sína í fyrsta sæti, en ekki Instagram. Hún segir það hafa verið erfitt, en eftir að hún byrjaði að leigja íbúð sem var talsvert ódýrari en hún var vön gat hún notað stóran part af laununum sínum til að borga niður skuldina.

Þá nýtti hún sér einnig alls kyns punkta og inneignir sem hún hafði safnað í gegnum tíðina með því að eyða svona miklu á kreditkortinu.

Honestly, just leave me here.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

- Auglýsing -

Fjármál ættu ekki að vera tabú

Lissette er búin að greiða upp kreditkortaskuldina en er enn með námslán sem þarf að greiða af. Hún segist vilja opna umræðuna um Instagram-lífið, því aðrir í hennar stöðu geri það ekki.

„Mínir nánustu vinir hafa það sama á tilfinningunni, að þetta vandamál með ofeyðslu til að eiga fullkomið líf sé svo algengt, þannig að það er skrýtið að enginn hafi talað um þetta áður,“ segir Lissette og bætir við:

„Að tala um fjármál ætti ekki að vera tabú, eða eitthvað til að vera hræddur við.“

Þess má geta að fylgjendafjöldi Lissette hefur tvöfaldast eftir að hún opnaði sig um þessa lífsreynslu sína.

House aesthetic goals.

A post shared by Lissette Calveiro (@lissettecalv) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -