Áhyggjufullur yfir forræðismálinu | Mannlíf

Erlent

7 nóvember 2018

Áhyggjufullur yfir forræðismálinu

Brad Pitt vill leysa forræðisdeilurnar án þess að fara fyrir dóm og þannig hlífa börnunum.

Leikarinn Brad Pitt er sagður afar áhyggjufullur yfir því að forræðismál hans og leikkonunnar Angelinu Jolie fer fyrir dómstól í byrjun desember. Talið er að málið geti tekið tvær til þrjár vikur.

Pitt mun vera hræddur um að dómsmálið og ferlið í kringum það geti haft skaðleg áhrif á börnin þeirra sex og vill þess vegna að þau Jolie leysi málið sjálf. Heimildarmaður The Blast greindi frá því að Pitt segir Jolie vera „óábyrga“ fyrir að vilja fara með málið fyrir dóm. Hann mun einnig hafa áhyggjur af því að nú séu börn þeirra komin á þann aldur að þau geta lesið fréttir og slúður um forræðisdeilurnar.

Þess má geta að Jolie er sögð fara fram á fullt forræði yfir börnunum en Pitt mun vilja sameiginlegt forræði.

Jolie og Pitt hættu saman í september árið 2016 eftir að Jolie sakaði Pitt um ofbeldisfulla hegðun gagnvart syni þeirra, Maddox.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Lífsstíll

fyrir 3 dögum

Buxur á röngunni nýjasta tíska

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is