Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Alexander Rybak heillaði Eurovision-heiminn á fyrstu æfingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Alexander Rybak keppir fyrir Noregs hönd í Eurovision í næstu viku með lagið That’s How You Write a Song. Margir muna kannski eftir því að Alexander rústaði keppninni árið 2009 með laginu Fairytale og þurfti Jóhanna okkar Guðrún að sætta sig við annað sætið með lagið Is It True?

Lítil spenna hefur verið fyrir þessu nýjasta útspili Alexanders og fór myndbandið við lagið, og raunar lagið sjálft, misvel ofan í Eurovision-spekinga. Því hefur Alexander ekki verið talinn líklegur til að blanda sér í toppbaráttuna, fyrr en eftir fyrstu æfingu sína í gær.

Er það mál manna að æfingin hafi gengið stórvel og eru aðdáendur og spekúlantar afar ánægðir með sviðssetningu norska atriðisins. Alexander mundar að sjálfsögðu fiðluna og með honum á sviðinu eru nokkrir hressir dansarar. Ekki skemmir fyrir að Norðmenn bjóða upp á smá gullregn, sem hefur aldrei þótt leiðinlegt í Eurovision.

„Nokkrir blaðamenn hafa nú þegar spáð honum sigri. Hann á allavega mikla möguleika á að gera það gott,“ skrifar William Lee Adams hjá Wiwibloggs eftir fyrstu æfinguna. Mandy Pettersen hjá aðdáendasíðunni ESC Norge tekur í sama streng.

Sjá einnig: Segja atriði Ara gamaldags

„Þetta er enn ferskara og flottara en í undankeppninni. Mjög gott rennsli hjá Noregi.“

- Auglýsing -

Sjálfur segir Alexander vera hæstánægður með æfinguna í samtali við NRK, norska ríkissjónvarpið.

„Það er eins og ég hafi losnað við fjörutíu kíló af herðunum. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég horfði á þetta er það sem ég lifi fyrir,“ segir hann og bætir við að það sé ekkert aðalatriði að komast áfram í úrslit, hann sé sáttur við þá vinnu sem hefur nú þegar farið í atriðið.

Sjá einnig: Golfkúlur, innkaupakerrur og stigar bannaðir á Eurovision

- Auglýsing -

Eurovision-keppnin fer fram dagana 8., 10. og 12. maí næstkomandi. Alexander freistar gæfunnar í seinni undanriðlinum þann 10. maí og ef allt gengur að óskum kemst hann í úrslitin þann 12. maí.

Mynd / Thomas Hanses (Eurovision.tv)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -