Bað kærustunnar í þakkarræðunni | Mannlíf

Bað kærustunnar í þakkarræðunni

Erlent

18 september 2018

Emmy-verðlaunahátíðin lumaði á ýmsu óvæntu.

Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki.

Emmy-verðlaunin fyrir sjónvarpsefni voru veitt í nótt og að vanda notuðu stjörnurnar tækifærið til að gera sitt besta til að stela sviðsljósinu. Sigurvegarinn í þeirri keppni var án efa leikstjórinn Glenn Weiss sem hlaut Emmy-verðlaun sem besti leikstjóri fyrir að stjórna Óskarshátíðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og notaði þakkarræðuna til að biðja kærustu sinnar, Jan Svendsen, sem sat úti í sal og fylgdist með kærastanum taka við Emmy-styttunni. „Veistu af hverju mér er illa við að kalla þig kærsustuna mína?“ spurði Glenn. „Það er vegna þess að ég vil fá að kalla þig konuna mína.“
Salurinn ærðist af fögnuði, Jan skeiðaði upp á svið og játaði bónorðinu og skötuhjúin féllust í faðma.

Af öðrum tíðindum á Emmy-hátíðinni bar það hæst að þáttaröðin Game of Thrones sópaði til sín verðlaunum, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á dvergnum Tyrion Lannister og alls hlaut þáttaröðin níu verðlaun á hátíðinni.

Claire Foy var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu í þáttaröðinni The Crown og Matthew Rhys besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The American.

Gamanþáttaröðin The Marvelous Mrs. Maisel hlaut verðlaun sem besta gamanþáttaröðin og aðalleikkonan Rachel Brosnahan var valin besta leikkonan í gamanþáttaröð, en alls hlutu þættirnir um hina dásamlegu frú Maisel átta verðlaun.

Allt hvarf þetta þó hálfpartinn í skuggann af bónorði Glenn Weiss sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.