Balenciaga sendir frá sér nýja gönguskó | Mannlíf

Erlent

26 september 2018

Balenciaga sendir frá sér nýja gönguskó

Nýju skórnir eru umdeildir og kosta um 85.000 krónur.

Á mánudaginn sendi tískuhús Balenciaga frá sér nýja skó. Um gönguskó sem kallast Track Sneakers er að ræða og kostar parið rúmar 85.000 íslenskar krónur.

Á seinasta ári vöktu strigaskór frá Balenciaga mikla athygli og skiptar skoðanir ríktu um ágæti þeirra og óvenjulegt útlit. En ekki leið að löngu áður en skórnir náðu miklum vinsældum og tískuáhugafólk kepptist um að næla sé í eintak. Nýju gönguskrónir eru svo sannarlega eftirtekaverðir líkt og strigaskór seinasta árs og margt fólk virðist undrandi á að skórnir séu og seldir sem tískuvarningur.

„Í hreinskilni sagt þá líta þeir út fyrir að kosta 30 dollara,“ sagði einn netverji á Facebook-síðu Balenciaga.

Á vef Balenciaga kemur fram að  nýju skórnir henti vel í gönguferðir og að mikil áhersla hafi verið lögð á að þeir séu þægilegir og sterkir.

Eins og áður sagði kosta skórnir um 85.000 krónur og fást í nokkrum litasamsetningum.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is