Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ég hef verið tekinn af lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýju viðtali við CBS This Morning fullyrðir tónlistarmaðurinn R. Kelly að hann sé saklaus af öllum ásökunum um kynferðisbrot. Viðtalið leystist svo upp þegar Kelly missir stjórn á skapi sínu.

R Kelly hef­ur verið ákærður fyr­ir tíu al­var­leg kyn­ferðis­brot gegn fjór­um kon­um en hann er sagður hafa brotið á þeim kyn­ferðis­lega á ár­un­um 1998 til 2010. Þrjár kvenn­anna voru ólögráða þegar meint brot áttu sér stað, nánar tiltekið á aldrinum 13 til 17 ára. Kelly kom fyrir dómara í Chicago í febrúar en neitaði sök.

Gayle King tók viðtal við Kelly fyrir hönd CBS Morning og var viðtalið sýnt í gær. Í viðtalinu fullyrðir Kelly að hann hafi aldrei stundað kynlíf með ólögráða konu og segist vera saklaus af öllum ásökunum um kynferðisbrot.

Kelly var ákærður í kjölfar þess að heimildarmyndin Survivin R. Kelly var sýnd í janúar en í þeirri mynd stígur hópur fólks fram og segir frá hegðun Kelly í gegnum tíðina. Þar er hann sakaður um að heilaþvo konur, halda þeim á heimili sínu gegn vilja þeirra, reyna að einangra þær frá umheiminum og nauðga þeim.

Segir alla ljúga

Í viðtalinu sagði Kelly alla sem koma fram í heimildarmyndinni vera að ljúga. „Ég hef verið tekinn af lífi. Ég hef verið grafinn lifandi,“ sagði hann meðal annars.

Þegar Gayle spurði Kelly af hverju hann ákvað að veita henni viðtal sagðist hann vera orðinn dauðþreyttur á öllum lygunum. Í viðtalinu viðurkenndi hann að hafa gert mistök í kvennamálum en ekki gerst sekur um neitt ólöglegt.

- Auglýsing -

„Ég er mannlegur, ég geri mistök en ég er ekki djöfullinn.“

Undir lokin leystist viðtalið upp þegar Kelly missti stjórn á skapi sínu og öskraði og grét. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Þess má geta að Kelly var sendur í fangelsi í gær en þó ekki vegna kynferðisbrotanna heldur vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -