Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Ég vil ekki að konur skammist sín”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verslanarisinn Gap birti myndir á Instagram-síðu sinni síðasta fimmtudag þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins auglýsa látlausan náttkjóll úr bómul. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrirsætan á myndunum, Adaora Akubilo Cobb, gefur barni sínu, sem er tuttugu mánaða, brjóst á annarri myndinni.

A post shared by Gap (@gap) on

Eins og margir vita er Gap bandarísk verslunarkeðja, en þar í landi er það ekki sjálfsagt mál að gefa börnum sínum brjóst á almannafæri. Hefur það oft komist í fréttirnar þegar konum er vísað frá veitingastöðum vegna þessa eða beðnar um að færa sig í lokuð herbergi til að gefa börnum sínum næringu.

Konur þurfa stuðning og hvatningu

Eins og sjá má í athugasemdum við myndina taka viðskiptavinir Gap þessum myndum fagnandi og eru himinlifandi yfir því að fyrirtækið sé að vinna gegn þeirri skömm sem fylgir brjóstagjöf. Fyrirsætan, Adaora, segir í viðtali við Chicago Tribune ekki hafa hikað þegar ljósmyndarinn Cass Bird bað um leyfi að mynda hana við brjóstagjöf.

„Þjóðfélagið okkar styður ekki konur sem gefa börnum sínum brjóst eftir að þau hafa náð vissum aldri,“ segir Adaora og bætir við:

„Ég vil ekki að konur skammist sín. Það er svo mikilvægt að hvetja mæður.“

Vildi gefa brjóst eins lengi og mögulegt var

Adaora deildi einni myndinni úr auglýsingum Gap á sínum Instagram-reikningi í kjölfarið þar sem hún minnti konur á að þær hafa rétt á að gefa brjóst hvar sem er og einnig að þær hafi rétt á að taka sér reglulegar pásur frá vinnu til að pumpa brjóstamjólk, til að viðhalda henni.

„Ég hafði löngun og var ákveðin í að gefa brjóst eins lengi og ég gæti, en raunveruleikinn er að ef ég væri ekki í þeim iðnaði sem ég er í þá hefði verið næstum ómögulegt að takast það,“ skrifar fyrirsætan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -