Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Eigandi bílskúrsins er að bugast undan álagi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Listaverk sem breski listamaðurinn Banksy gerði rétt fyrir jól á bílskúrsvegg hefur valdi eiganda bílskúrsins miklum kvíða.

Eigandi bílskúrs sem listamaðurinn Banksy skreytti nýverið með listaverki er að bugast undan álagi. Hann segist eiga erfitt með að höndla ábyrgðina sem fylgir því að eiga vegg sem skreyttur er með verki eftir Banksy.

Maðurinn heitir Ian Lewis og býr í Port Talbot í Wales. Hann greindi frá því í viðtali við BBC að líf hans hafi umturnast þegar Banksy myndskreytti vegg í hans eigu rétt fyrir jólin. Stress og álag hefur þá einkennt líf hans síðan.

Lewis segir að listunnendur og fjölmiðlafólk flykkist nú að bílskúrnum á öllum tímum sólarhringsins til að virða verkið fyrir sér og að þetta valdi honum miklum kvíða.

„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og mjög súrrealískt. Þetta hefur bara verið of mikið fyrir mig,“ sagði Lewis sem finnst hann bera ákveðna ábyrgð á verkinu og þurfa að vernda það fyrir skemmdarvörgum.

Í frétt BBC kemur fram að Lewis hafði uppgötvað verkið skömmu eftir að Banksy spreyjaði það á vegg hans en í fyrstu áttaði hann sig ekki á að þetta væri handverk Banksy. „Ég hélt bara að þetta væri frábært listaverk og ég ætlaði að breiða yfir það og reyna að vernda það.“

Lewis óskar þess nú að hægt verði að koma veggbútnum með verki Banksy á öruggan stað í nágrenni við heimili hans með aðstoð yfirvalda.

- Auglýsing -

Mynd / Skjáskot af YouTube

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -