Hér er gestalistinn í konunglega brúðkaupinu | Mannlíf

Erlent

16 maí 2018

Hér er gestalistinn í konunglega brúðkaupinu

Harry Bretaprins gengur að eiga leikkonuna Meghan Markle næstkomandi laugardag og er beðið eftir brúðkaupinu með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi.

Tæplega sex hundruð manns er boðið í brúðkaupið og er það fólk úr öllum áttum, virðist vera.

Að sjálfsögðu er konungsfjölskyldunni boðið, þar á meðal föður Harrys, Karli Bretaprins og eiginkonu hans Camillu. Vilhjálmur Bretaprins, bróðir brúðgumans, mætir ásamt eiginkonu sinni Kate Middleton, sem og sjálf drottningin og aragrúi af fjarskyldum frænkum og frændum.

Þá hefur Harry einnig boðið fámennum hópi úr móðurætt sinni í herlegheitin, þar á meðal yngri bróður Díönu, Charles Edward Maurice Spencer, og systrum hennar tveimur, Söruh og Jane.

Móðir Meghan, Doria Ragland, verður viðstödd þegar dóttir sín giftist prinsinum. Líklegt þykir að Doria muni leiða hana upp að altarinu þar sem faðir leikkonunnar, Thomas Markle, ætlar ekki að mæta í ljósi myndahneykslis.

Sjá einnig: Pabbi mætir ekki í brúðkaupið.

Suits-gengið mætir.

Svo eru það meðleikarar Meghan í sjónvarpsþáttaröðinni Suits. Þeim er öllum boðið þannig að við megum búast við því að sjá Gabriel Macht, Rick Hoffman, Sarah Rafferty, Gina Torres og Patrick Adams, sem leikur eiginmann Meghan í þáttunum.

Leik- og söngkonan Priyanka Chopra, sem er náin vinkona Meghans, sem og Beckham-hjónin verða meðal veislugesta. Það skal þó tekið fram að Victoria hannar ekki brúðarkjólinn. Vinkonur hennar í Kryddpíunum mæta líka en ætla ekki að troða upp í veislunni.

Það má einnig búast við því að forsvarsmenn ýmissa góðgerðarsamtaka muni láta sjá sig í brúðkaupinu þar sem Harry er afkastamikill í góðgerðarmálum.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Lífsstíll

fyrir 3 dögum

Buxur á röngunni nýjasta tíska

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is