Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol | Mannlíf

Erlent

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu