Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -