Frægir og eftirminnilegir kossar | Mannlíf

Erlent

11 febrúar 2019

Frægir og eftirminnilegir kossar

Rappararnir Cardi B. og Offset stilltu sér upp fyrir framan ljósmyndara á rauða dreglinum á Grammy-hátíðinni í nótt og kysstust á einhvern stórundarlegan hátt. Kossinn hefur vakið mikla athygli enda óvenjulegur með eindæmum. En þetta er vissulega ekki eini Hollywood-kossinn sem hefur vakið athygli í gegnum tíðina.

Hér koma nokkrir eftirminnilegir kossar.

John Travolta hlaut mikla gagnrýni árið 2015 fyrir að koma óvænt aftan að Scarlett Johansson á Óskarsverðlaunahátíðinni og smella á hana kossi. Scarlett Johansson kom honum seinna til varnar og sagði kossinn hafa verið í góðu lagi.
Þessi ákafi koss Kim Kardasian og Kanye West á Grammy-hátíðinni árið 2015 vakti athygli enda var hann ansi ýktur og endaði með því að Kim stakk sér undan.
Angelina Jolie og bróðir hennar, James Haven, kysstust innilega á Óskarnum árið 2000 og allt fór á hliðina. Þessi koss gleymist seint.
Katie Holmes og Tom Cruise hentu í einn alvöru bíómyndakoss á rauða dreglinum árið 2005. Eðlilega.
Kossinn sem Jennifer Lawrence laumaði á Natalie Dormer árið 2015 er einn sá vandræðalegasti.
Leikkonan Sandra Bullock smellti skrýtnum koss á Meryl Streep á Critics’ Choice-hátíðinni árið 2010. Þremur árum síðar sagði Bullock að um einkahúmor þeirra á milli hefði verið að ræða.
Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Erlent

fyrir 5 dögum

Karl Lagerfeld er látinn

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is