Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fyrirsæturnar sem verða stórskuldugar vegna vinnunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirsætustarfið kann að virðast spennandi og skemmtilegt, sérstaklega þegar tískuvikur standa yfir og fyrirsæturnar fá að ferðast á milli borga til að sýna nýjustu tísku. En margar fyrirsætur koma verr út fjárhagslega eftir vinnu sína á tískuviku heldur en áður en þær tóku að sér verkefnið. Þessu er greint frá á vef BBC.

Fyrirsæta sem vill ekki láta nafns síns getið í viðtali við BBC byrjaði að vinna sem fyrirsæta þegar hún var unglingur. Hún hefur tekið þátt í tískusýningum fyrir Prada, Mulberry og Comme des Garcons svo dæmi séu tekin. En eftir þrotlausa vinnu sem fyrirsæta hefur hún safnað skuldum og skuldar umboðsskrifstofum sem hafa séð um að útvega henni verkefni um 10.000 pund, sem gerir um 1,5 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Hún segist hafa byrjað að safna skuldum um leið og hún fór að vinna sem fyrirsæta.

Hún segir umboðsskrifstofur gjarnan rukka fyrirsætur fyrir dýra þjónustu án þess að það sé tekið fram að kostnaðurinn muni falla á þær. Sem dæmi um kostnað eru myndatökur, flugmiðar og þjónusta bílstjóra.

„Þau spurðu mig hvort að ég vildi fá bílstjóra án þess að taka skýrt fram að það sé mjög dýrt og að ég þyrfti að greiða fyrir þjónustuna,“ útskýrir fyrirsætan.

Ef marka má umfjöllun BBC getur verið kostnaðarsamt að starfa sem fyrirsæta. Mynd / Vonecia Carswell

Hún segir vandamálið vera það að umboðsskrifstofurnar greiða allan kostnað til að byrja með en rukka svo fyrirsæturnar eftir á. Að sögn fyrirsætunnar er þá algengt að umboðsskrifstofur sendi fyrirsætur til ýmissa borga og útvega þeim viðtöl við tískuhúsin. En ef fyrirsætan landar ekki verkefni hjá tískuhúsunum þá er hún komin út í mínus þar sem hún ber kostnaðinn af ferðalaginu.

Enginn þorir að tala um peninga

Fyrirsætan Ekaterina Ozhiganova tekur undir með fyrirsætunni sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að nú sé tími til kominn til að vekja athygli á málinu. „Einu sinni var tabú að tala um kynferðislegt áreiti. Núna eru allir óhræddir við að greina frá því en enginn vill tala um peninga,“ segir Ekaterina.

Þá geta þær kannski ekki lesið yfir samninga sem þær skrifa undir.

- Auglýsing -

Ekaterina vinnur nú að því opna umræðuna og fræða fyrirtætur um réttindi þeirra og það sem ber að varast.

„Skortur á upplýsingum er stóra vandamálið,“ segir Ekaterina og bendir á að oft er tungumálaörðugleikum um að kenna því fyrirsætur ferðast gjarnan til landa þar sem þær tala ekki tungumálið. „Þá geta þær kannski ekki lesið yfir samninga sem þær skrifa undir.“

Fyrirsætur ferðast gjarnan mikið í starfi sínu en margar þurfa að greiða ferðakostnað. Mynd / Brunel Johnson

Frönsk fyrirsæta sem BBC ræddi einnig við vildi ekki láta nafns síns getið. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um allan þann kostnað sem fylgdi því að vera fyrirsæta þegar hún var að byrja í bransanum.

- Auglýsing -

„Um leið og þú landar fyrsta verkefninu þá áttar þig þú á því að þetta er ekki ókeypis. Þegar þú spyrð út í launin fyrir vinnuna þína þá færðu það svar að þú eigir engin laun inni vegna þess að þú skuldar. Það er þá sem þú fattar þetta. Það er alltaf ákveðin áhætta þegar þú ferðast á tískuvikur til að vinna því að þú átt á hættu að skulda meiri pening heldur en þegar þú fórst fyrst út. Um 40% fyrirsætna, kannski meira, fara heim með núll krónur.“

Umfjöllun BBC má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -