Gína í hjólastól vekur lukku | Mannlíf

Gína í hjólastól vekur lukku

Erlent

10 janúar 2019

Gluggauppstilling brúðarkjólabúðarinnar The White Collection Bridal Boutique hefur vakið mikla athygli.

Eigendur brúðarkjólabúðarinnar The White Collection Bridal Boutique í Bristol í Englandi hafa fengið mikið hrós fyrir gluggauppstillingu sem sjá má í einum glugga verslunarinnar. Þar er gína höfð í hjólastól.

Það var Beth Wilson sem vakti athygli á gluggauppstillingunni á Twitter en Wilson hefur þurft að nota hjólastól undanfarin fimm ár. Í Twitter-færslunni greindi hún frá að þetta í fyrsta sinn sem hún sér gínu hafða í hjólastól. Færsla Wilson hefur vakið mikla athygli og lukku.

Í viðtali við The Independent segir Wilson að þessu gluggauppstilling hafi hreyft við henni.

„Ég held að flest fólk sem notar hjólastól upplifi slæmt aðgengi þegar það fer út, ég veit að ég upplifi það nánast alltaf þegar ég fer eitthvað. Heimurinn er ekki hannaður fyrir okkur,“ sagði hún.

Í grein The Independent kemur fram að 13,9 milljónir manna í Bretlandi noti hjólastól. En að sögn Wilson er þessi hópur oftar en ekki hunsaður. „Oft líður fólki í hjólastól eins og það sé ósýnilegt,“ sagði Wilson. Hún tók þá fram að hún var sérstaklega glöð að sjá að hjólastóllinn sjálfur hafði verið skreyttur með grænum laufum.

Þegar annar eigandi verslunarinnar, Laura Allen, var spurð út í þessa ákvörðun eigendanna um að hafa gínuna í hjólastól sagðist hún ekki hafa hugsað mikið út í þetta, að henni hafi einfaldlega fundist þetta sjálfsagt.

Myndir / Beth Wilson / The White Collection Bridal Boutique

Erlent

fyrir 7 mínútum

Þúsundir mótmæla í London

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.