Glamour færir sig frá prenti | Mannlíf

Erlent

21 nóvember 2018

Glamour færir sig frá prenti

Bandaríska Glamour verður ekki gefið út í prentaðri útgáfu eftir áramótin.

Bandaríska tímaritið Glamour mun ekki lengur koma út í prentaðri útgáfu. Þessu var greint frá í vikunni í tilkynningu frá Condé Nast sem gefur Glamour og fleiri tímarit út. Þessi breyting verður innleidd um áramótin.

Þessi breyting kemur í kjölfarið á því að Condé Nast fækkaði tölublöðum Glamour í fyrra, úr 12 tölublöðum yfir í 11 tölublöð á ári. Þá tók nýr ritstjóri við störfum, Samantha Barry.

Þrátt fyrir að áskrifendum Glamour hafi ekki fækkað með árunum er þetta rökrétt næsta skref að mati Barry, að færa sig úr prenti yfir í stafræna útgáfu. Þetta kemur fram í frétt BBC.

„Þetta er rökrétt. Þarna [á Netinu] eru neytendurnir og þarna er tækifærið til að stækka,“ sagði Barry. Hún tók þá fram að til að byrja með myndi Glamour áfram koma út á prenti tvisvar á ári, þá væri um eigulegri og stærri blöð að ræða.

Þess má geta að Glamour hefur komið út í 80 ár í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur Glamour verið gefið út víða annars staðar í heiminum, meðal annars á Íslandi frá árinu 2015.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is