Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Golfkúlur, innkaupakerrur og stigar bannaðir á Eurovision

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eurovision-keppnin fer fram dagana 8., 10. og 12. maí næstkomandi í Altice Arena-höllinni í Lissabon í Portúgal.

Á opinberri vefsíðu keppninnar hefur verið birtur listi yfir það sem gestir mega ekki taka með sér inn í höllina. Á listanum eru að sjálfsögðu hlutir eins og sprengiefni, vopn og fíkniefni, sem hlýtur að geta talist eðlilegt.

Hér er listinn í heild sinni.

Hins vegar eru líka nokkrir óvenjulegir hlutir á listanum eins og golfkúlur, innkaupakerrur, reipi, stigar, stólar og límband. Regnhlífar, hleðslubankar fyrir síma, fartölvur og framlengingarsnúrur eru einnig stranglega bannaðar.

Netverjar hafa skemmt sér konunlega yfir þessum lista, eins og sjá má hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

43 þjóðir keppa í Eurovision að þessu sinni, en í ár er keppnin haldin í 63. sinn. 26 þjóðir komast í úrslitin 12. maí en fulltrúi Íslands er Ari Ólafsson með lagið Our Choice.

Sjá einnig: Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -