Gucci biðst afsökunar á „blackface“ peysu | Mannlíf

Erlent

7 febrúar 2019

Gucci biðst afsökunar á „blackface“ peysu

Nýrri peysu frá Gucci var kippt úr sölu þegar netverjar bentu á að hún minnti óneitanlega á „blackface“-gervi .

Tískuhús Gucci hefur sent frá sér aföskunarbeiðni vegna umdeildrar peysu sem tekin var út sölu nýlega. Peysan þykir minna mikið á „blackface“-gervi sem er tengt sögu kynþáttafordóma.

Þegar peysan var sett á markað olli hún miklu fjaðrafoki, ekki síst á samfélagsmiðlum. Þegar í ljós kom að peysan fór fyrir brjóstið á mörgum var henni kippt úr sölu. Peysan kostaði í kringum 100.000 krónur. Í afsökunarbeiðninni kom fram að teymi Gucci ætlar að læra af þessum mistökum.

Peysa Gucci er ekki eina „blackface“-hneykslið sem hefur komið upp í tískuheiminum undanfarið. Nýlega neyddist tískuhús Prada til dæmis til að taka varning úr sölu þar sem hann minnti á „blackface“-gervi.

Þetta töskuskraut frá Prada sló ekki í gegn.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Erlent

fyrir 5 dögum

Karl Lagerfeld er látinn

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is