Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Hefur höfðað mál gegn fyrrverandi aðstoðarkonu sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

JK Rowling segir fyrrverandi aðstoðakonu sína hafa stolið af henni upphæð sem nemur um 3,8 milljónum króna þegar hún starfaði fyrir hana.

Breski rithöfundurinn JK Rowling hefur höfðað mál gegn Amöndu Donaldson, fyrrverandi aðstoðarkonu sinni, og krefur hana um upphæð sem nemur um 3,8 milljónum króna. Rowling vill meina að Donaldson hafi stolið þeirri upphæð af sér þegar hún starfaði fyrir hana og hafði aðgang að kreditkorti fyrirtækis Rowling.

Rowling segir að Donaldson hafi farið í fjölmargar verslunarferðir með kreditkort fyrirtækisins og eytt þúsundum punda í snyrtivörur, mat  og annað. Hún mun til að mynda hafa eytt um 220.000 krónum í ilmvatns- og kertabúðinni Jo Malone. Til viðbótar sakar Rowling fyrrverandi aðstoðarkonu sína um að hafa stolið ýmsum Harry Potter-varningi sem hún hafði aðganga að. Þetta kemur fram á vef Independent.

Donaldson var rekin í fyrra vegna meints misferlis í starfi en hún hefur alltaf neitað ásökunum Rowling. Þess má geta að Donaldson starfaði sem aðstoðarkona Rowling frá febrúar 2014 til þar til í apríl í fyrra.

Talsmaður Rowling staðfesti að hún hefði höfðað mál gegn Donaldson og málið yrði tekið fyrir í dómssal seinna á þessu ári.

Mynd / jkrowling.com / Mary McCartney

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -