Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Herpes hamlar umsækjendum að komast í The Bachelor

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einhverjir hér á landi hafa eflaust horft á raunveruleikaþáttinn The Bachelor, og systurþáttinn The Bachelorette, en þættirnir ganga út á að ein kona eða maður velja sér lífsförunaut úr hópi fólks af gagnstæðu kyni.

Oft kemur það fyrir í þáttunum að keppendur fara uppí herbergi sem heitir fantasíusvítan, sem er í raun bara dulmál yfir að keppendur gamna sér saman. Þetta gerist jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverri þáttaröð og margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að kynsjúkdómar smitist á milli fólks við þessar aðstæður.

Hiti í kolunum.

Nú er komin út bókin Bachelor Nation: Inside the World of America’s Favorite Guilty Pleasure, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. Í bókinni kemur fram að umsækjendur þurfa að fara í langa læknisskoðun áður en þeir hreppa hlutverk í þáttunum. Umsækjendur þurfa meðal annars að gefa blóð og þvag og ef einhver þeirra greinist með kynsjúkdóm fá þeir hinir sömu ekki að taka þátt í þáttargerðinni.

Bókin er nýkomin út.

„Ef að manneskja greindist með kynsjúkdóm væri henni kippt út úr umsóknarferlinu strax. Og það virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk kemst ekki í þáttinn,“ er haft eftir höfundi bókarinnar Amy Kaufman í viðtali í New York Post.

Algengasti kynsjúkdómurinn sem umsækjendur greinast með er herpes, sem er kannski ekki skrýtið þar sem herpes er algengari en fólk heldur og margir eru með sjúkdóminn án þess að vita af því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -