Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hún var kölluð slæm móðir en sagan á bak við myndirnar er svo hjartnæm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin ástralska Amy Louise hefur þurft að þola fúkyrðaflaum eftir að hún birti myndir af eins árs afmæli sonar síns. Á myndunum sést sonur hennar, Phoenix litli, gæða sér á köku sem lítur út eins og heili, og má segja að á myndunum minni Phoenix um margt á uppvakning.

Amy deildi myndunum á mæðrahópa á Facebook en viðbrögðin komu henni á óvart.

Phoenix fannst kakan greinilega góð.

„Mér var sagt að ég væri slæm móðir, að ég myndi hafa skaðleg áhrif á geðheilsu hans, að hann myndi verða veikur af því að borða kökuna af götunni,“ segir Amy í samtali við Daily Mail.

Vegna þessara athugasemda ákvað Amy að deila söguna um hvernig Phoenix fæddist, en hjarta hans sló ekki þegar hann kom í þennan heim.

Mæðginin.

„Ég man að ég var logandi hrædd en einnig vongóð. Þó að þeir hefðu sagt: Farið með hana á skurðstofuna núna, það finnst enginn hjartsláttur, hugsaði ég að svona hlutir gerast oft. En síðan tóku þeir hann og það var enginn grátur, og hjarta mitt brast. Ég var ekki sorgmædd, ég var reið,“ segir Amy og bætir við:

„Ég vissi að hann var dáinn. Ég vissi að hann var farinn.“

Lifnaði við á Hrekkjavöku

Hún og unnusti hennar, Gary Wilkinson, voru viss um að sonur þeirra væri dáinn, þó læknateymið hefði ekki misst vonina.

- Auglýsing -
Phoenix er heilbrigður í dag.

„Læknirinn kreisti hönd mína til að sýna mér hans tilfinningar en ég var í rusli. Þetta var hræðilegt. Ég sá bara hvíta líkkistu í huganum þegar ég byrjaði að meðtaka hvað hafði gerst.“

Eftir þrettán mínútur gerðist hið ótrúlega – Phoenix dró andann í fyrsta sinn utan kviðsins.

Skemmtileg mynd.

„Þetta voru lengstu og hræðilegustu þrettán mínútur lífs míns. Heimurinn hvarf þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn,“ segir Amy. Hún segir að öll þessi saga hafi verið innblástur fyrir afmælismyndatökuna, en Phoenix fæddist þann 31. október, á sjálfri Hrekkjavökunni.

- Auglýsing -

„Hvað er betra en kaka með uppvakningaþema fyrir lítinn dreng sem var úrskurðaður látinn en lifnaði síðan við á undraverðan hátt á Hrekkjavöku?“

Phoenix minnir á uppvakning á myndunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -