Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hvítlaukur á bannlista í matarboðum konungsfjölskyldunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Camilla, hertogynjan af Cornwall, var gestur í raunveruleikaþættinum MasterChef Ástralía fyrir stuttu. Í þættinum var Camilla spurð hver uppáhaldsmatur Karls Bretaprins, eiginmanns hennar, væri.

„Hann elskar, elskar osta,” sagði Camilla við Gary Mehigan, dómara í MasterChef. „Hann er mikill aðdáandi osts og elskar allt sem varðar osta.”

Hún bætti við að Karl gæti ekki staðist neitt með eggjum með grænmeti.

„Hann elskar það. Þá myndi glitta í bros.”

Camilla talaði einnig um hvaða matvæli væru á bannlista í matarboðum konungsfjölskyldunnar.

„Mér finnst leiðinlegt að segja það en hvítlaukur. Hvítlaukur er bannaður,” sagði Camilla og Gary spurði hvort það væri út af því að fólk væri mikið að tala saman, enda andfýla fylgifiskur hvítlauksins.

„Já, einmitt. Þannig að maður þarf að sleppa hvítlauknum,” sagði Camilla.

- Auglýsing -

Viðtalið við Camillu má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -