Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Julianne Moore nennir ekki að tala um aldurinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Er þreytt á að vera spurð út í hækkandi aldurinn.

Leikkonan Julianne Moore er orðin þreytt á að vera sífellt spurð úr í aldur sinn í viðtölum en hún hefur verið að fá spurningar frá blaðamönnum um aldurinn í næstum því þrjá áratugi. Moore, sem er 57 ára, greindi frá þessu í viðtali við Porter magazine. „Guð minn góður. Ég hef verið að tala um það að eldast síðan ég var þrítug, getum við ekki bara lifað?“ sagði hún þegar blaðamaður Porter gerði tilraun til að ræða aldur leikkonunnar.

Moore sagðist ekki skilja þessa þráhyggju sem margt fólk hefur fyrir aldri. „Við erum öll að eldast, börn eru að eldast. Þannig er lífið og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði hún meðal annars og lagði áherslu á að fólk í Hollywood væri sérstaklega umhugað um aldur kvenna. Henni er greinilega nóg boðið og er hætt að svara spurningum um aldurinn.+

Viðtalið við Moore má lesa á vef Net-a-Porter. Þar ræðir hún meðal annars fjölskyldulífið, #meetoo-byltinguna og leiklistarferilinn svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -