Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.5 C
Reykjavik

Katrín, Angelina Jolie, Amal Clooney og Serena Williams með þeim áhrifamestu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er í góðum félagsskap á lista viðskiptatímaritsins CEO Magazine yfir 20 áhrifamestu konur heims.

Angelina Jolie prýðir forsíðu CEO magazine.

Leikkonan Angelina Jolie er efst á lista CEO Magazine og hún prýðir forsíðu tímaritsins. Í úttekt CEO Magazine kemur fram að þær konur sem rötuðu á listann eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram út á sínu sviði.

Í úttektinni er svo fjallað um hverja og eina konu fyrir sig. Þá kemur fram að Katrín sé yngsti kveðleiðtoginn í Evrópu, mikill femínisti og umhverfissinni.

Á listanum er afar fjölbreyttur hópur kvenna. Aðrar konur sem rötuðu á listann eru mannréttingalögfræðingurinn Amal Clooney, íþróttakonan Serina Williams, fatahönnuðurinn og dýravinurinn Stella McCartney, leikkona Emma Watson og friðarverðlaunahafi Nóbels, Malala Yousafzai, svo nokkur dæmi séu tekin.

Listann má skoða í heild sinni á vef CEO Magazine.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -