Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu | Mannlíf

Erlent

Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu

Stundum getur tilveran verið skrýtin, en í Víetnam er lítill kisi sem heitir Chó og hefur unnið hjörtu og huga heimsins.

Chó er enginn venjulegur köttur. Hann elskar að klæða sig upp í búninga og hanga á Hai Pong-markaðinum með eiganda sínum þar sem þeir selja gestum og gangandi fisk.

Skemmtilega við nafnið hans Chó er að það þýðir í raun hundur, en hann ku hafa fengið það nafn þegar hann var móður eins og hundur þegar eigandi hans fann hann.

Chó er orðinn svo frægur að hann er kominn á Instagram og á hann mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Svo sem ekki skrýtið þar sem hann er yfirnáttúrulega krúttlegur. Sjáiði bara myndirnar:

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu