Kynlífið kryddað fyrir 500.000 krónur | Mannlíf

Lífsstíll

4 desember 2018

Kynlífið kryddað fyrir 500.000 krónur

Leikkonan Gwyneth Paltrow hvetur fólk til að krydda kynlífið með réttu tólunum.

Þetta kynlífstæki er til sölu á vefnum Goop, það kostar 3,490 dollara.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur sett saman sérvaldan pakka með kynlífstækjum og tengdum varningi fyrir lífsstílsvef sinn. Allar vörurnar í pakkanum eru til sölu á heimasíðunni Goop. Pakkinn, sem Paltrow kallar „dirty weekend sex kit“, kostar í heild sinni upphæð sem nemur um 500.000 krónum.

„Við erum alltaf til í að prófa eitthvað sem gefur okkur meira sjálfsöryggi og ævintýraþrá í svefnherberginu,“ segir í grein þar sem pakkinn er kynntur til leiks.

Pakkinn samanstendur af fimm hlutum sem eiga að krydda kynlífið. Dýrasti hluturinn á listanum er gyllt kynlífstæki frá merkinu Lelo, það kostar 3,490 dollara.

Á listanum er einnig að finna nuddolíu, smokka, fjaðurhring og sleipiefni.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is