Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ljótur sannleikurinn á bak við vinsælt leikfang frá Disney

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski miðilinn The Guardian hefur nú birt ítarlega umfjöllun um aðbúnað starfsfólks í leikfangaverksmiðjunni Wah Tung í Heyuan í Kína. Úttektina vann The Guardain í samvinnu við samtökin Solidar Suisse og vinnueftirlit Kína.

Eitt af því sem kemur fram í grein The Guardian um málið er að fyrir þessi jól rjúka Aríel-dúkkur frá Disney úr hillum leikfangabúða. Disney-dúkkurnar eru framleiddar í Wah Tung-verksmiðjunni. Samkvæmt grein The Guardian framleiðir verksmiðjan einnig Fisher Price leikföng og önnur vinsæl leikfangamerki.

Aríel-dúkkan kostar 35 pund í breskum leikfangabúðum sem gerir um 5.500 krónur. En samkvæmt reiknidæmi The Guardian fær starfsmaður í verksmiðjunni ekki nema eitt penní, sem gerir tæpar tvær krónur, í sinn vasa fyrir vinnu sína á hverja dúkku. Þetta er niðurstaðan ef miðað er við það tímakaup sem starfsfólk verksmiðjunnar er með og þann tíma sem fer í að vinna hverja og eina dúkku.

Á meðfylgjandi mynd sést hvernig The Guardian áætlar hvernig gróðanum er skipt.

Skjáskot af vef The Guardian.

Rannsakandi á vegum The Guardian heimsótti verksmiðjuna fyrr á þessu ári og þá kom ýmislegt upp úr krafsinu. Meðal annars að starfsfólk verksmiðjunnar vinnur afar langa vinnudaga á algjörum lágmarkslaunum, um 133 krónum á dag. Launin eru svo lág að starfsfólk neyðist til að vinna mikla yfirvinnu.

Starfsfólk á ekki rétt á veikindadögum og vinnuaðstæður eru almennt slæmar. Starfsmaður greindi þá frá því að starfsfólk ætti á hættu að vera sektað eða rekið ef það tekur sér meira en þrjá veikindadaga á mánuðu.

Stundum kemur yfirmaður færibandsins og segir þær vinna hægt og öskrar á þær.

Dauðþreytt vegna langra vinnudaga nýtir starfsfólk sér matar- og kaffihlé til að leggja sig eins og sjá má á myndum sem birtust með umfjöllun The Guardian.

- Auglýsing -

Í dagbók eins rannsakandans kemur fram að margir starfsmenn verksmiðjunnar eru  ómenntaðar eldri konur. „Þær vinna vandlega og hratt en stundum kemur yfirmaður færibandsins og segir þær vinna hægt og öskrar á þær,“ segir í dagbókarfærslunni.

Disney er hluti af alþjóðlegu Ethical Toy Program-samtökunum (ETP) en markmið þess er meðal annars að tryggja gott vinnuumhverfi þeirra sem starfa í leikfangaverksmiðjum.

Í grein The Guardian kemur fram að ETP hafi nú hafið sína eign rannsókn á aðbúnaði og launum starfsfólks Wah Tung-verksmiðjunnar.

- Auglýsing -

Umfjöllunina og myndir úr verksmiðjunni má sjá í heild sinni á vef The Guardian.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -