Lögðu hald á 1.500 skjaldbökur á flugvellinum í Manila | Mannlíf

Lögðu hald á 1.500 skjaldbökur á flugvellinum í Manila

Erlent

4 mars 2019

Um 1.500 skjaldbökur fundust á flugvellinum í Manila í gær. Þeim hafði verið smyglað ólöglega frá Hong Kong.

Lögreglan í Filippseyjum lagið hald á um 1.500 lifandi skjaldbökur á flugvellinum á Manila í gær. Skjaldbökunum, sem eru af nokkrum ólíkum tegundum, hafði verið smyglað frá Hong Kong. Þeim hafði verið vafið í límband eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Skjaldbökurnar fundust í fjórum ferðatöskum sem höfðu verið yfirgefnar á flugvellinum. Talið er að sá sem ber ábyrgð á töskunum hafi skyndilega ákveðið að hætta við áætlun sína. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þess má geta að áætlað er að það hefði verið hægt að selja skjaldbökurnar sem gæludýr fyrir upphæð sem nemur um 28 milljónum króna.

Mynd / Bureau of Customs NAIA á Facebook
Hverri og einni skjaldböku hafði verið vafið í límband.

Myndir / Bureau of Customs NAIA á Facebook

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.