Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Maðurinn sem þolir ekki íslenska landsliðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einhverjir ættu að kannast við rússneska íþróttafréttamanninn Vasily Utkin eftir að DV birti frétt um þrumuræðu hans um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Vasily var ekki ánægður með frammistöðu liðsins gegn Argentínu á HM og fann sig knúinn til að segja um það nokkur vel valin orð á YouTube-rás sinni.

„Þeir komu hingað til að eyðileggja fótboltann,“ segir hann til dæmis í nýju myndbandi á rásinni samkvæmt frétt DV, en myndbandið er á rússnesku.

„Þeir geta varist loftárásum en hver getur dáðst að því? Af hverju eruð þið að trufla okkur þegar við viljum horfa á fótbolta? Því fyrr sem þið pakkið niður og fljúgið heim á eldfjallið ykkar, því betra,“ bætir hann við.

Horft hefur verið á myndbandið rúmlega 83 þúsund sinnum þegar þetta er skrifað og hafa tæplega þrjú þúsund manns gefið því þumalinn upp á meðan tæplega 2500 manns hafa gefið því þumalinn niður. Það eru því ekki allir sammála Vasily um landsliðið okkar, enda sýndu strákarnir okkar frábæra takta í 1-1 jafntefli gegn goðsagnakenndu liði Argentínu.

Vanur því að valda usla

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Vasily veldur usla. Hann er afar umdeildur í heimalandi sínu og segir nákvæmlega það sem hann hugsar, sem hefur oft komið honum í klandur. En það eru ekki aðeins orðin sem hann notar sem hafa bakað honum vandræði því líkamlegir kvillar hafa einnig sett sitt mark á feril hans. Í desember árið 2015 sofnaði hann þegar hann var að lýsa leik Barcelona og Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni fyrir sjónvarpsstöðina Match TV sem var stofnuð af Vladimir Putin. Vasily sofnaði rétt fyrir hálfleik og var í kjölfarið sendur í leyfi frá störfum. Sagðist hann þá þjást af svefnvandamálum, en ekki bætti úr skák að Vasily byrjaði að tala hátt og skýrt upp úr svefni í beinni útsendingu.

Í fyrra kom líkaminn honum aftur í bobba þegar hann ræddi um leikform liðsins FC Lokomotiv Moskva á rússnesku útvarpsstöðinni Sport FM. Vasily, sem er um 150 kíló, hallaði sér aðeins of mikið aftur í stólnum með þeim afleiðingum að stóllinn brotnaði og Vasily féll á gólfið. Hann virtist ekki taka þetta alltof nærri sér og lét hafa eftir sér að hann hefði brotið fullt af stólum um ævina.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -