Með krabbamein í þriðja sinn | Mannlíf

Erlent

12 september 2018

Með krabbamein í þriðja sinn

Olivia Newton-John notar kannabis til að berjast við krabbann.

Olivia Newton-John, sem við munum öll eftir sem Sandy í Grease, sagði á sunnudaginn frá því í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð að hún væri með krabbamein í baki. Þetta er í þriðja sinn á þrjátíu árum sem Olivia er greind með krabbamein, en hún hefur áður sigrast á krabbameini í brjóstum og öxlum og er vongóð um að vinna baráttuna einnig að þessu sinni.

Í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum Sunday Night á sunnudagskvöldið sagðist Olivia hafa notað náttúrulyf, þar á meðal kannabisolíu, til að vinna á sjúkdómnum og halda sársaukanum í skefjum en auk þess hætti hún að borða sykur og er nú að byrja í geislameðferð.

Hún talaði mikið um hve þakklát hún væri eiginmanni sínum, John Easterling, fyrir stuðninginn og sagði meðal annars: „Maðurinn minn ræktar helling af kannabisplöntum fyrir mig. Svo býr hann til mixtúrur úr því og þær hjálpa til við að minnka verkina og hjálpa mér að sofna.“

Olivia og eiginmaður hennar búa í Kaliforníu, þar sem ræktun kannabis til eigin nota sem læknislyfs er lögleg og hún sagðist þakklát fyrir það og sömuleiðis fyrir að eiga mann sem ræknaði plöntur í lækningaskyni og styddi hana í öllu. „Ég trúi því að ég muni sigrast á þessu og það er það sem sem ég stefni að,“ sagði leikkonan.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is