„Mest einmana hundur Bretlands“ kominn með framtíðarheimili | Mannlíf

„Mest einmana hundur Bretlands“ kominn með framtíðarheimili

Erlent

28 febrúar 2019

Hundurinn Hector, sem hefur verið kallaður „mest einmana hundur Bretlands“ er loksins kominn með framtíðarheimili.

Hector er tveggja ára en hann hefur varið meirihluta ævi sinnar í dýraathvarfinu Little Valley Í Devon á Englandi eftir að hafa verið bjargað frá fyrstu eigendum sínum vegna vanrækslu þegar hann var hvolpur. Þessu er sagt frá á vef BBC.

Þegar Hector hafði varið 500 dögum á Little Valley var ákveðið að setja af stað litla herferð í von um að einhver vildi taka hann að sér til frambúðar. Ekkert dýr hefur verið eins lengi hjá Littla Valley.

Starfsfólk Littla Valley kallaði Hector „mest einmana hund Bretlands“ í auglýsingum og það hefur greinilega hreyft við fólki því fjöldi fólks sótti um að taka Hector að sér.

„Við gætum ekki verið ánægðari fyrir hans hönd. Við getum ekki hætt að brosa,“ sagði í yfirlýsingu frá Little Valley eftir að Hector var kominn til nýju fjölskyldunnar sinnar.

 

Mynd / RSPCA

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.