Norska lögreglan óskar eftir ábendingum frá almenningi | Mannlíf

Norska lögreglan óskar eftir ábendingum frá almenningi

Erlent

9 janúar 2019

Norsk kona hefur verið horfin í 71 dag en talið er að henni hafi verið rænt af heimili sínu í lok október. Norska lögreglan óskar nú eftir upplýsingum og ábendingum frá almenning.

Norsk kona að nafni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, 68 ára, hefur verið horfin í 71 dag. Rétt í þessu lauk blaðamannafundi vegna málsins þar sem lögreglan í Noregi reyndi að svara spurningum blaðamanna. Um 30-40 blaðamenn munu hafa verið á staðnum og var fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vef norska miðilsins Aftenposten.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf frá heimili sínu þann 31. október en leynd hefur ríkt yfir málinu síðan þá. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt og eru mannræningjarnir sagði hafa farið fram á níu milljónir evra í rafminnt í lausnargjald. Í frétt á vef Aftenposten kemur fram að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Anne-Elisabeth að verða ekki við kröfum fjölskyldunnar.

Það var lögreglumaðurinn Tommy Brøske sem svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundinum.

Brøske segir að lögregla hafi kosið að halda algjörri leynd yfir málinu í allan þennan tíma og að það hafi verið erfið ákvörðun að gera málið opinbert í dag. En að nú vanti lögreglu ábendingar og upplýsingar frá almenningi. Til að mynda gætu myndbandupptökur úr bílum almennings komið sér vel.

Mynd / Skjáskot af vef Aftenposten

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.