Nýja svefnherbergið verður 87 fermetrar | Mannlíf

Erlent

27 nóvember 2018

Nýja svefnherbergið verður 87 fermetrar

Svefnherbergið í endurnýjuðu húsi Drake verður ekkert grín.

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er sagður standa í stórræðum þessa dagana en hann er að láta endurnýja 3.250 fermetra hús fyrir sig í Toronto, Kanada. Húsið keypti hann fyrir nokkrum árum á upphæð sem nemur um 500 milljónum króna og hefur síðan þá verið að láta gera það upp.

Samkvæmt heimildum TMZ verður nýja svefnherbergi hússins miðpunktur fasteignarinnar, heilir 87 fermetrar. Samkvæmt teikningum af húsinu mun svefnherbergið innihalda meðal annars eldhúskrók, stórt baðherbergi og tvö fataherbergi. Það verður á annarri hæð hússins og útgengt verður á tvær svalir, á svölunum verður heitur pottur og gufubað.

Fyrir utan þetta stórfenglega svefnherbergi verða einnig fjögur gestaherbergi að finna í endurnýjaða húsinu. Einnig gufubað, nuddstofa, bílskúr sem rúmar tíu bíla, líkamsræktarstöð og á lóðinni verður körfuboltavöllur svo eitthvað sé nefnt.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is